Fótboltabömmer Æi, æi, æi! Helvítis

Fótboltabömmer

Æi, æi, æi! Helví­tis FH-ingarnir unnu stórsigur á Þórsurum í­ gær og virðast vera að komast á gott skrið. Það verður erfitt að stöðva þá úr þessu – og ég sem hafði einmitt verið að sigta þá út sem vænlega fallkandí­data. Á sama tí­ma er allt í­ steik hjá Fram, stjórnarmenn og stuðningsmenn rí­fast á spjallrás félagsins og ég veit ekki hvað. Ég trúi því­ ekki að við séum að fara niður úr deild dauðans! (Og það þrátt fyrir að vera með skömminni skárra lið en undanfarin ár…)

Annars er akkúratt kominn sá tí­mi ársins þar sem ég byrja að tala mig upp í­ enska boltann í­ stað hins í­slenska. Luton-menn verða nýliðar í­ 2. deildinni, en veðbankar eru að spá þeim svona 6-7 sæti. Það væri ekki dónalegt að komast í­ úrslitakeppnina strax í­ fyrstu tilraun en ég teldi þó vænlegra að taka fyrst eitt ár í­ að festa sig í­ sessi í­ deildinni áður en hoppað er aftur upp um deild.

Hvern er ég að blekkja? Á febrúar-mars verður Luton búið að fokka öllu upp og ég byrjaður að setja mig í­ stellingar fyrir vorleikina með Fram – sannfærður um að núna sé komið að því­! Illi ví­tahringurinn heldur áfram með einstaka hliðarsporum, eins og þessi örfáu tí­mabil sem Framararnir standa sig í­ handboltanum eða Hearts gerir einhverjar rósir í­ skoska boltanum.

Hvers vegna gerðist ég fótboltaáhugamaður? Þessu fylgir lí­tið annað en þjáningar og pí­na…