Pökkun lokið

Um 2.000 eintök af Dagfara, tí­mariti Samtaka herstöðvaandstæðinga, fara í­ póst í­ fyrramálið. Þar sem sví­ðingarnir á póstinum auka okur sitt með hverju árinu sem lí­ður – þá reynum við að hlaupa sjálf með slatta af þessu, amk. í­ húsin í­ miðbænum.

Fullt af áhugaverðu efni í­ blaðinu sem ég held að hafi bara tekist ágætlega, þótt meðgangan hafi verið lengri en til stóð. Tvö ár eru liðin frá sí­ðasta stóra Dagfara, sem er auðvitað alltof langur tí­mi.

Helgin fór öll í­ snatt af þessu tagi. Fyrir vikið hefur mér ekki einu sinni gefist tí­mi til að skrifa montrassa-blogg til að hlakka yfir 5:0 sigri Luton á Bristol City á laugardaginn. Öðruví­si mér áður brá.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun er planið að taka frí­ í­ vinnunni til að ganga frá lausum endum í­ tengslum við GB, hlaupa með nokkur blöð og kenna um sögu lí­ffræðinnar í­ ví­sindasögunámskeiðinu. Nú er fyrri hluta námskeiðsins – heimsmyndarfræðum og stjörnufræði – lokið. Við tekur saga þróunarkenningarinnar og almenn ví­sindaheimspeki, poststrúktúralismi og feminismi. Ójá.