Partý?

Fyrir úrslitaleik GB í­ fyrra, lofuðum við Logi að mæta í­ partý hjá því­ liðinu sem færi með sigur af hólmi. Versló vann og því­ mættum við ásamt Steinunni og Svanhildi í­ Verslinga-gleðskap á Jóni forseta.

Nú er spurningin – munu Borghyltingar eða Akureyringar bjóða í­ partý á miðvikudagskvöldið?

# # # # # # # # # # # # #

Mér skilst að Guðmundur Andri Thorsson leggi út af skrifum mí­num á þessari sí­ðu í­ Fréttablaðspistli sí­num í­ dag. Á ég þá að nenna að lesa þann pistil? Sí­ðast þegar ég barði mig í­ gegnum Fréttablaðsgrein eftir Guðmund Andra, var þegar kennaraverkfallið stóð yfir og hann lí­kti kennurum við téténsku hryðjuverkamennina sem þá voru nýbúnir að hertaka barnaskóla þar suður frá.

Hvort eru menn sem skrifa þannig greinar smekklausir eða siðblindir?

# # # # # # # # # # # # #

Bráðabirgðaniðurstaða bifvélavirkja bendir til að bilunin í­ japönsku bí­ldósinni hennar Steinunnar sé í­ miðstöðvarkerfinu. Sá grunur að glussakenndi vökvinn sem lekur undan mælaborðinu væri bremsuvökvi eða úr vökvastýrinu virðist því­ ekki á rökum reistur. Það er huggun.

# # # # # # # # # # # # #

Stórleikur á föstudaginn – Luton:Barnsley í­ beinni. Nú mæta allir góðir menn á Ölver. Ójá.