Framarar töpuðu gegn Eyjamönnum í handboltanum í gær. Það er ergilegt.
Ef marka má Fréttablaðið var hins vegar brotið blað í sögu handknattleiksíþróttarinnar með þessum leik. Úrslit fengust nefnilega ekki fyrr en með framlengdri vítaspyrnukeppni.
Eftir því sem ég kemst næst, hefur þetta aldrei áður gerst í handboltaleik – ekki bara hér á landi heldur í heimunum öllum.
Reyndar munu vera nokkur dæmi um að úrslit fáist með vítaKASTSkeppni – en vítaSPYRNUkeppni í handboltaleik er vissulega áhugaverð hugmynd.
Vonandi mun Pétur Atli, prófarkalesari á Fréttablaðinu, ekki sparka í mig í fótboltanum á morgun vegna þessarar færslu…