Á kvöld er stefnan tekin á afmælistónleika Megasar. Með okkur Steinunni verða Jón varðskipsmaður og Jóhanna skjalavörður í för.
Verst er að fyrir vikið missi ég af fyrirlestri Steindórs Erlingssonar í Sögufélagshúsinu, en þar hefði ég gjarnan viljað vera. Erindi hans heitir: Módernisminn ræðst gegn upplýsingunni: Hugleiðing um togstreituna á milli bresku líffræðinganna Julians Huxleys og Lancelots Hogben.
Ekki verður á allt kosið.