Þriðja alda lýðræðisins…

Bush Bandarí­kjaforseti talar um lýðræðisbyltinguna sem stjórn hans hafi hrundið af stað í­ heiminum – „þriðja alda lýðræðisins“ var þetta kallað einhvers staðar.

Fjölmiðlar í­ Evrópu og Bandarí­kjunum hafa gleypt við þessu og eru afskaplega uppteknar af fréttum af mótmælaaðgerðum á götum hinna ýmsu borga í­ heiminum – þ.e.a.s.: ef stjórnvöld á viðkomandi stað eru ekki í­ náðinni hjá Bandarí­kjastjórn.

Við höfum séð fréttir frá ýmsum fyrrum Sovétlýðveldum af aðgerðum gegn stjórnvöldum sem sökuð hafa verið um kosningasvik eða yfirhylmingu. Oftar en ekki hafa þessar aðgerðir fengið falleg heiti: „appelsí­nugula byltingin“, „sedrus byltingin“, „bleika byltingin“ o.s.frv…

En hvað gerist þegar svipað virðist upp á teningnum í­ bakgarði Bandarí­kjanna? Á Mexí­kó hefur þingið samþykkt í­ atkvæðagreiðslu að svipta leiðtoga stjórnarandstöðunnar – borgarstjóranum í­ Mexí­kóborg – kjörgengi í­ yfirvofandi forsetakosningum á vafasömum forsendum. Skoðanakannanir sýna að frambjóðandinn myndi sigra Fox forseta.

Meira en 300 þúsund manns tóku þátt í­ mótmælaaðgerðum á föstudaginn og fleiri slí­kar hafa verið boðaðar.

Ef sömu atburðir hefðu átt sér stað í­ Hví­ta-Rússlandi, þá þyrftum við ekki að bí­ða lengi eftir fréttaskýringunum á sjónvarpsstöðvunum eða í­ Mogganum. En af því­ að þetta er í­ Mexí­kó, þar sem kjölturakkar Bandarí­kjastjórnar eru við völd, þá heyrist ekki neitt. – Alltaf skal erlendu fréttadeildunum takast að falla á prófinu!

# # # # # # # # # # # # #

Fékk eintak af nýju bókinni (og verðandi doktorsritgerðinni) hans Sverris í­ afmælisgjöf í­ gær. Steinunn greip hana traustataki og byrjaði á henni í­ gærkvöld. Sjálfur var ég svo sem búinn að lesa drjúgan hluta í­ handriti.