Svo var það fyrir átta árum…

…að við kvöddum fyrstu deildina með tárum…

EN EFTIR KVÖLDIí Á KVÖLD ER LUTON TOWN KOMIí AFTUR UPP!!!

LOKSINS, LOKSINS, LOKSINS!!!

Þetta er BESTA keppnistí­mabil sí­ðan ég byrjaði að halda með Luton 1983. Þetta er betra en skiptin þar sem við sluppum við fallið í­ lokaumferðunum; þetta er betra en 7:3 sigurinn frægi gegn Oxford; þetta er betra en sigurinn á Arsenal á Wembley; þetta er betra en öll hin augnablikin…

Enoch Showunmi er ein af hetjum þessa tí­mabils. Nú þarf ég bara að sannfæra Steinunni um ágæti þess að skí­ra frumburðinn Enok Stefánsson – þ.e. ef þetta verður strákur. Dettur ekki í­ hug nein orðmynd af Luton sem mannanafnanefnd myndi samþykkja sem stúlkunafn.