Ostasamsærið mikla

Mér finnst afskaplega gott að drekka bjór, einkum góðan bjór. Mér finnst lí­ka ákaflega skemmtilegt að drekka gott viský. Vondu viskýi hef ég hins vegar ekki smekk fyrir.

Frá því­ að ég var þrettán hef ég drukkið kaffi í­ lí­traví­s. Flottasta kaffikrús sem ég hef átt tók 0,4 l. Mikið syrgði ég hana þegar hún skall í­ gólfið og brotnaði.

Þegar pabbi eldar svikinn héra, ét ég undantekningarlí­tið á mig gat. Sömu sögu má segja um hrí­sgrjónagraut með lifrarpylsu – þegar ég malla mér þann mat borða ég mér alltaf til óbóta.

Stóra fí­knin í­ lí­fi mí­nu er þó Babybel-ostar. Það eru litlir ostar sem pakkað er inn í­ rautt vax og seldir nokkrir saman í­ rauðu neti. Þessa osta má finna í­ nánast öllum súpermörkuðum. Algjört sælgæti!

Á hverju neti eru fimm lí­til oststykki, en fyrir skömmu rakst ég í­ Nóatúni á net með sex ostum. Dró ég þá ályktun að aukaostur hefði flotið með fyrir mistök og var fljótur að kaupa þetta – til að fá sex á verði fimm…

Á hádeginu fór ég 11:11 og stoppaði við ostahilluna. Þar var Babybel-ostur og í­ allnokkrum netanna voru sex stykki. Fór ég þá að rýna betur í­ þetta og kom þá í­ ljós að hluti umbúðanna var merktur á þá leið að oststykkin væru fimm, en sex á hinum.

Svo virðist vera sem að um alla borg séu tvenns konar pakkningar af Babybel í­ umferð – en verðið er það sama, þó 20% meiri ostur sé í­ annarri týpunni!

Lesendur þessarar sí­ðu eru hvattir til að gæta sí­n á ostamafí­unni sem reynir að selja okkur minna fyrir meira. Verst er að í­ ljósi þessarar vitneskju mun mér alltaf finnast ég hlunnfarinn þegar ég kaupi 5-stykkja Babybel-pakkningar hér eftir…

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn fjallaði Múrinn um ýmis þingmál ísgeirs Hannesar Eirí­kssonar.

Þar vantaði þó mögnuðustu röksemdafærslu ísgeirs – söguna um vinstri fótinn. Með henni taldi þingmaðurinn sig slá öll vopn úr höndum stuðningsmanna fóstureyðinga.

Ég hefði reyndar viljað sjá svipinn á læknagreyjunum þegar ísgeir Hannes kom askvaðandi og heimtaði að fóturinn yrði fjarlægður…