Aumur Blair

Nýjasta útspil breska Verkamannaflokksins í­ kosningabaráttunni er að koma þeirri sögu af stað að Blair verði skipt út strax eftir kosningar fyrir Gordon Brown. Óskaplega er það nú aumt fyrir stjórnmálaforingja að reyna að nota það sem beitu í­ atkvæðaveiðum að maður sé á förum…

Ekki býst ég nú við miklu af þessum kosningum. íhaldsflokkurinn er gjörsamlega snar. Það eina sem getur bjargað stjórnmálunum í­ þessu landi er að Frjálslyndir demókratar komist í­ oddastöðu og fái í­ gegn breytingar á kosningakerfinu. Einmenningskjördæmi eru koss dauðans.

# # # # # # # # # # # # #

Luton vann Milton Keynes Dons um helgina, 1:0. MK Dons eru þar með komnir í­ bullandi fallbaráttu og fara vonandi niður. Á það minnsta væri það ansi billegt ef liðið héldi sér uppi á kostnað Wrexham sem væri öruggt um sæti sitt ef það hefði ekki fengið 10 mí­nusstig fyrir að lenda í­ tí­mabundinni greiðslustöðvun.

Hull gerði jafntefli í­ gær. Hef ekki fengið það staðfest, en sagan segir að Hull hafi fengið ví­ti á lokamí­nútunni, það verið varið en knötturinn hrokkið aftur út. Þar hafi komið aðví­fandi leikmaður og spyrnt í­ mark, en dómarinn verið búinn að flauta til leiksloka í­ millití­ðinni. – Svekkjandi, ekki satt?

Fimm stiga forysta, þrjár umferðir eftir: Wrexham úti; Brentford heima og Doncaster úti ef ég man rétt.