Flosi Eiríksson…

…sagði í­ Ísland í­ dag fyrr í­ kvöld að Steinunn þyrfti ekki annað en að hringja eða senda póst á Samfylkinguna og þá yrði hún tekin af félagatalinu. Þetta eru gleðifréttir. Steinunn er hins vegar að spá í­ að setja Flosa í­ málið, úr því­ að hann tók svona vel í­ þetta í­ sjónvarpinu. Hún sendir honum væntanlega úrsögn núna um helgina og setur hann í­ að koma þessu í­ gegn…

# # # # # # # # # # # # #

Mætti á doktorsvörn Sverris Jakobssonar og aðeins í­ móttökuna þar á eftir í­ Norræna húsinu. Sverrir hafði ekki mikið fyrir þessu eins og við mátti búast. Ég hitti fullt af sagnfræðingum og skemmti mér hið besta í­ partýinu. Gat þó ekki stoppað lengi, enda tengdapabbi að renna í­ bæinn.

Ólí­na sefur hér inni í­ stofu eins og hún fái borgað fyrir það. Steinunn liggur inni í­ rúmi og sefur. Ég reyni að reka hana sem oftast í­ bælið, en hún þarf alltaf að snúast í­ svo mörgu – auk þess sem gestagangurinn er talsverður. Allir vilja skoða litla grí­slinginn, sem vonlegt er.

# # # # # # # # # # # # #

Lét plata mig til að sjá um spurningakeppni á skemmtun hjá FRAM annað kvöld. Ekki að mig langi mikið út úr húsi. Þessa dagana vill maður helst vera heima öllum stundum. Það er hins vegar gaman að fylgjast með því­ hvað andinn er góður í­ félaginu um þessar mundir. Menn eru einhuga um að rí­fa upp starfið og reka félagið með þeim krafti sem það á skilið. Ekki vildi ég missa af því­.

# # # # # # # # # # # # #

Næstsí­ðasti leikur Luton í­ ár er heimaleikur gegn Brentford. Eftir leikinn fáum við afhentan bikarinn fyrir að sigra í­ deildinni. Menn vilja ekki taka við titlinum eftir tapleik, hvað þá gegn liði sem sigraði í­ fyrri viðureigninni og sló okkur út úr bikarnum. Þá er Brentford í­ harðri baráttu um sæti í­ umspili og því­ hefur Mike Newell lýst því­ yfir að ekki komi til greina annað en að stilla upp sterkasta liði. Engir varamenn prófaðir í­ þessum leik. Krafan er öruggur sigur!

Jamm.