Mætti í spurningakeppnina á Tasltöðinni síðdegis. Mætti þar Guðnýu Halldórsdóttur kvikmyndaleikstjóra. Keppnin var skemmtileg, þrátt fyrir margvíslegan aulaskap minn – s.s. þar sem ég gat ekki munað hver skrifaði söguna um Róbíson Krúsó. Mæti aftur eftir viku.
Sigurinn reyndist hinn mesti Phyrrosar-sigur, þar sem ég uppgötvaði á bílaplaninu eftir keppni að ég gleymdi að slökkva ljósin á bílnum. Hann er nú rafmagnslaus á bílaplaninu fyrir framan 365-miðla, sem nágrannarnir í hverfinu láta sem mest fara í taugarnar á sér. Rats!
# # # # # # # # # # # # #
Á þessum rituðum orðum er jafnt hjá PSV og Milan. Er spá mín um hollensk lið í úrslitum beggja Evrópukeppnanna að rætast?