Línuverðir – afsakið, aðstoðardómarar – verða seint taldir skærustu stjörnur knattspyrnuvallarins. Á þessu er þó ein undantekning.
Eitt er þó það land sem kann að meta línuverði að verðleikum. Raunar er svo komið að línuvörður er frægasti einstaklingurinn í knattspyrnusögu þessa lands og er þjóðarleikvangurinn kenndur í höfuðið á honum.
Nú er spurt: hvert er landið – og fyrir þá klókustu, hver var línuvörðurinn?