Í dag eru sem sagt 10 ár frá því að við Mummi hittumst fyrst (sælla minninga í röðinni fyrir utan 22). Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Ekki það að ég vona að þetta sé bara fyrsti fimmtungurinn eða sjötti parturinn eða hvað maður á að vera bjartsýnn. Elsku Mummi! Takk fyrir allt so …
Monthly Archives: mars 2006
Ef þið eigið leið norður á næstunni…
…þá mæli ég svo svakalega með Litlu hryllingsbúðinni. Tvímælalaust toppstykki vetrarins. Andrea Gylfa rúllar sýningunni algjörlega upp og söngurinn reyndar yfirleitt alveg magnaður. Smá twist í lokin setti svo punktinn yfir i-ið. Do go if pussibul. Ég hafði langan og mikinn fyrirvara sjálf, búin að sjá bíómyndina svona 119 sinnum, að vísu oftast í brotum, …
Meira gærdagsgrín
Það kom enn einn yfir mig. Jóhannes fór í afleysingar inn í fyrsta bekk og fór að spjalla við eina stúlkuna. Og hvordan kommer du så i skolen, spurgte han. Jo, jeg skal køre tre veje, sagde pigen. Nåh, men du kører ikke alle tre ad gangen? spurgte Johannes. Nej, det kan jeg ikke, min …
Danska mafían
Mér var ráðstafað í gærkvöld á meðan ég var í leikfimi. Þannig var að við fengum upphringingu frá Kristínu þar sem hún var að falast eftir því að fá mig með á jazz-tónleika og þar sem ég var ekki innan kallfæris ákvað Mummi fyrir mína hönd að ég færi (ég var að vísu búin að …
Danskir menningardagar
Ég er að sýna nemendum mínum þá gömlu klassísku mynd, Nattevagten. Hún heldur þeim sæmilega við efnið, það er alltaf vandi að finna myndir sem fáir hafa séð en höfðar nokkuð jafnt til allra. Ég var að vísu búin að gleyma að það eru frekar ógeðsleg atriði inni á milli, en nemendurnir eru líklega sjóaðri …
Að Emma eða ekki Emma?
Nú er ég á leið inn í mikið krísuástand. Þannig er að ég hef tekið að mér afleysingar í MA í maí og í framhaldi af því liggur í loftinu að mér verði boðin einhver vinna þarna næsta haust. Glöggir lesendur muna kannski að þetta stóð mér líka til boða í vor en þá stóð …
Sár á hornhimnum
Ég verð að deila með ykkur útsýninu sem ég hef úr sætinu „mínu“ á kennarastofunni. Þannig er að kennarastofan hefur verið notuð sem gallerí (enda ljótasta hús bæjarins bæði að innan og utan, svo við þurfum á því að halda að hafa eitthvað á veggjunum), í fyrstu fyrir hin ýmsu verk kennaranna en nú í …
Djásnið mitt
Meira bíó
Ég er aldeilis óstöðvandi í bíóferðunum þessa dagana! Lenti í bíó í gær, alveg óvart, með gömlum vinnufélögum úr Síðuskóla, á Pride and Prejudice. Hafði annars ákveðið að splæsa mér bara í hana á dvd, fyrst þeir álpuðust ekki með hana fyrr norður. Myndin var hin fínasta skemmtun en nær hins vegar ekki að grípa …
Afmælisbarn dagsins
Dóttir mín elskuleg er þriggja ára í dag. Hefur beðið lengi eftir þessum áfanga, verst hvað það er þá langt í næsta. Hún átti góðan dag í gær með heilmikilli veislu og aumingja þið sem fengum ekki kökur. Við fórum hamförum í bakstri. Verst að það var lítill afgangur. Fröken fékk margt góðra gjafa, tvær …