Skólastelpurnar

Stóri dagurinn okkar mæðgna var í gær. Þá var fyrsti dagur Strumpu í skólanum og fyrsti dagur kynningarvikunnar hjá mér. Þar sem taxa-skutlið er ekki komið í gagnið mættum við gallvaskar út á stoppistöð korter yfir sjö í gærmorgun. Lentum í vandræðum með að borga, ég ætlaði að kaupa klippikort af bílstjóranum en hann benti …

Loksins rann upp tívolídagur

Langþráður dagur hjá Strumpunni að kvöldi kominn, við búin að eyða deginum í Djurs sommerland. Fórum með rútu í morgun með nágrönnum okkar en áttum að öðru leyti engin samskipti við þá fyrr en á heimleiðinni. Strumpan náði að fara í allt sem hugann girntist, nema auðvitað krúnudjásnið, sjálfan Piraten. En það voru aðrir rússibanar, …

Baráttan við skrifræðið

Jæja, langþráðar kennitölur komu í pósti nokkrum mínútum eftir síðustu færslu. Hófst þá umsóknarferlið mikla. Ég fékk hringingu frá skólanum hennar og fékk að vita að ég fengi tölvupóst þar sem væri skjal sem ég þyrfti að fylla inn upplýsingar um Sóleyju. Það gæti ég sent til þeirra um hæl og síðan myndi kennarinn hennar …

Kaup dagsins

Nú er allt að gerast í fararskjótamálum. Mummi keypti sér hjól á laugardaginn, af Erasmus skiptinema svo hjólið var sótt á kollegie – þar fékk undirrituð opinberun. Sem hún stóð og þakkaði í huganum fyrir að vera ekki að fara að búa á Görðum áttaði hún sig á að hún verður algjör gamla í hópnum, …

Ný ævintýri

Á miðvikudaginn var haldið á vit ævintýranna á Himmelbjerget. Strumpunni var skipað að skima eftir fjallinu á leiðinni og hún var allan tímann að bíða, skildi ekkert í þessu þegar við lögðum á bílastæðinu og vorum uppi á fjalli. Þetta var reglulega indæl ferð. Ég kom þarna síðast fyrir 20 árum, þá í mars og …