Pirringur…
Jæja, þá er síðdegispirringurinn kominn yfir mann. Ég hef litlu komið í verk eftir hádegi, ef undan eru skilin 2-3 símtöl varðandi netmál fyrirtækisins og safnsins – sem eru alltaf sama hassið.
Það er ekki til að bæta skapið að hlusta á Útvarp Sögu þegar maður er í svona skapi. Þar gasprar Hallgrímur Thorsteinsson linnulítið og mér tekst nánast alltaf að vera ósammál honum. – Nú væri það svo sem í lagi, ef maðurinn vissi aðeins hvað hann er að tala um. Núna á áðan var hann að ræða við Þorvald Gylfason um efnahagsmál og ESB. Þorvaldur fór að tala um NATO og þá byrjaði sama platan hjá Hallgrími og maður hefur heyrt hann spila í hverjum þættinum á fætur öðrum. Á hvert einasta sinn slær h******* maðurinn saman aðildarsamningnum að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. – Þetta er örugglega í fjórða skiptið sem ég heyri manninn rugla þessum samningum saman. Urgh!
Jæja, þetta gengur ekki lengur best að koma sér heim. – Ekki verður mikið étið á Hringbrautinni í kvöld,… sérstaklega eftir að ég samþykkti að kaupa fimm R-lista happdrættismiða af félaga Proppé!