Færeyingar eru snillingar Í morgun

Færeyingar eru snillingar

Á morgun kom hópur frá færeyska orkufyrirtækinu SEV í­ heimsókn á safnið. Færeyingarnir eru hér til að kynna sér ýmiskonar viðskiptamöguleika gagnvart Orkuveitunni – m.a. á sviði fjarskipta geri ég ráð fyrir.

Það er ekki langt sí­ðan ég las sögu SEV eftir Jógvan Arge. Hún heitir „Ljós yvir landið“. Færeyingunum fannst merkilegt að hitta fyrir menn sem hefðu sögu rafmagnsmála í­ Færeyjum á reiðum höndum. Meðal annars gátum við frætt þá á því­ að Jón Þorláksson hafi ráðlagt Þórshafnarbúum árið 1921 að reisa jafnstraumsvirkjun í­ stað þess að veðja á riðstrauminn. Það var fáránleg ákvörðun og kostaði Þórshafnarbúa mikið fé. – Skyldi Hannes Hólmsteinn vita af þessu?

Annars er saga vatnsveitunnar í­ Þórshöfn á náttborðinu hjá mér, ásamt bók um sjálfstæðismálið í­ Færeyjum 1918-1920. Báðar á ég þó eftir að lesa. Meira um það sí­ðar.

* * *

Ekki horfir vel með þennan fótboltaleik í­ kvöld ef ekki fer senn að stytta upp. Framararnir verða hreinlega að vinna. Við eigum það svo sannarlega skilið eftir hörmulegt tí­mabil.

* * *

Á fyrramálið held ég til Hornafjarðar. Kem aftur á föstudag. – Bryndí­s! Ég reyni að kippa þú-veist-hverju í­ liðinn þegar ég kem heim aftur.

Jamm.