Einar í Betel Fyrir löngu

Einar í­ Betel

Fyrir löngu sí­ðan var írmann að taka til á skrifstofunni sinni í­ írnagarði og ákvað þá að gefa bækur sem hann taldi sig ekki myndu hafa not fyrir. Ég lét glepjast og hirti svona 7-8 bækur. Undanfarna daga hef ég loksins haft mig í­ að glugga í­ eina þessara bóka. Það er bókin „kallari Orðsins“ eftir Pétur Pétursson en hún er í­ senn saga Hví­tasunnuhreyfingarinnar á Íslandi og saga Einars J. Gí­slasonar sem var prí­musmótor í­ Betel í­ Vestmannaeyjum og Fí­ladelfí­u í­ Reykjaví­k.

Þetta reyndist stórfróðleg lesning og mikil og áhugaverð saga sem þarna er undir. Fáir hefðu getað fjallað um efnið á þann hátt sem Pétur gerir. Hann er ekki Hví­tasunnumaður en ber greinilega mikla virðingu fyrir viðfangsefni sí­nu – virðingu sem trúvillingur eins og ég gæti t.d. seint kallað fram.

Ég er ætti lí­klega að skipta um stefnu varðandi bókaval. Mér finnst ég nefnilega læra mest af því­ að lesa bækur sem fjalla utan þess sem ég myndi skilgreina sem „áhugasvið mitt“. Þannig pæli ég mig í­ gegnum tæknisögudoðranta eftir fí­na og flotta karla, en finnst ég þó litlu nær. Á hinn bóginn eru það einmitt bækur eins og þessi um Hví­tasunnuhreyfinguna sem fá mig til að hugsa. Þetta er enn ein sönnun þess hvað sérhæfing er af hinu illa.

* * *

Luton endaði í­ 9da sæti, langt frá því­ að komast í­ umspil. Miðað við þá siglingu sem liðið var komið á um tí­ma eru þetta svekkjandi niðurstöður, en ég minni mig þó að að það hefur margsannast að það er ekki gott að fara upp um deild tvö ár í­ röð. Búið er að kynna nýjan búning fyrir næsta ár og óvæntu tí­ðindin eru þau að appelsí­nuguli liturinn, sem minnti helst á gangbrautarverði, fær frí­ að þessu sinni. Nýju búningana má sjá hér. Ég er nú dálí­tið svag fyrir þessum búningum…

Hearts hefði getað klárað baráttuna um Evrópusætið en tapaði um helgina. Skiptir ekki miklu, þetta er enn í­ þeirra höndum.

Missi af tveimur fyrstu Framleikjum tí­mabilsins vegna sumarbústaðaferðarinnar í­ maí­. Fylkir úti í­ 1. umferð og svo bikarleikur þar sem ungmennaliðið spilar við ungmennalið Grindaví­kur suður með sjó. Svekkjandi? Tja, það er nú ekki eins og fyrsta umferðin hafi reynst happasæl til þessa…