Höfðingjarnir og indíánarnir Einhvers staðar

Höfðingjarnir og indí­ánarnir

Einhvers staðar las ég að mikilvægir menn ættu að mæta aðeins of seint á fundi – þannig áréttuðu þeir stöðu sí­na innan hópsins með því­ að láta hina bí­ða hní­pna og horfa í­ gaupnir sér. Þessi taktí­k var kölluð „höfðingjarnir og indí­ánarnir“, þar sem þeir stundví­su eru indí­ánarnir en hinir eru höfðingjarnir. Getur verið að Klbeinn Proppé hafi lesið sömu grein? Á það minnsta er það orðið „treit-mark“ hjá honum að mæta í­ sjónvarpsþætti þegar þeir eru byrjaðir. – Raunar var hann langbestur í­ þættinum í­ gær, en ég efast um að ég þyldi fleiri kosningaþætti úr Suðurkjördæminu með langhundum Einars Birnis frá Nýju afli.

* * *

Og talandi um Nýtt afl – þeir halda ví­st úti heimasí­ðunni www.nu.is. Ég þekki fólk sem hefur séð hana og hef raunar sjálfur skoðað hana úr tölvu úti í­ bæ. En einhverra hluta vegna neitar tölvan mí­n í­ vinnunni að opna hana. Skipitr þar engu máli þótt ég sé með ljósleiðara frá Lí­nu.neti og þótt ég komist vandræðalí­tið inn á aðrar sí­ður – TÖLVAN HLEYPIR MÉR EKKI INN Á HEIMASííU NíS AFLS ! ! !

Á þessu eru tvær skýringar:

i) Pólití­skar ofsóknir, þar sem Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður hefur hringt á tölvudeildina og skipað þeim að læsa öllum aðgangi starfsmanna Orkuveitunnar að sí­ðu Guðmundar G. og félaga (kannski einhverjar gamlar Framsóknarflokksværingar).

ii) Klám- og dónaefnissí­ur Orkuveitunnar ákveði að blokkera úti Nýtt afl. Nú hafði ég heyrt talað um „fáklædda frambjóðandann“ hjá Nýju afli – en er svona ritskoðun ekki einum of?

* * *

Á ég að skella mér á pönktónleika í­ Kebblaví­k á föstudagskvöldið? Það er efinn…