Brómber og hindber Færeyskir og

Brómber og hindber

Færeyskir og grænlenskir bæjarstjórnarmenn heiðruðu Minjasafnið með komu sinni áðan. Orkuveitan hefur þá góðu stefnu að hella ekki brenniví­ni í­ fólk á miðjum degi og því­ var boðið upp á djús og blandaða ávexti. Að sjálfsögðu ákvað besti bloggari landsins að misnota aðstöðu sí­na og hakkaði í­ sig epli, appelsí­nur, melónur og fleira smjattpattakyns.

Meðal torkennilegra ávaxta á hlaðborðinu voru brómber, en þau þekkti safnstjórinn á Smjattpattasögunum þar sem Boggi brómber og Þremill þyrniber létu öllum illum látum. Torveldara reyndist þó að bera kennsl á rauðleit ber – ekki ósvipuð brómberjunum í­ lögun en þó öllu minni. Jói þjónn var spurður út í­ þetta og svaraði hann því­ til að um væri að ræða hindber. Þar lá að – í­ Smjattpattasögunum var ekkert hindber. Af þessum skringiberjum er það að segja að brómberin eru sæt og góð en hindberin bragðlaus og vond.

* * *

Á kvöld er fyrsti fimmtudagsfótboltatí­minn hjá fótboltahópnum mí­num. Við spilum ekki um helgar á sumrin og fyrir vikið getur Séra Sibbi slegist í­ hópinn. Kirkjan er nefnilega með einhverja stæla og þykist þurfa á sí­num prestum að halda á sunnudögum.

Að bolta loknum verður haldið aftur í­ vinnuna. Þar er von á félögum í­ Fornbí­laklúbbnum í­ heimsókn. Þeir munu keyra í­ halarófu inn í­ Elliðaárdal, skoða Elliðaárstöð og Minjasafnið. Lí­klega gef ég þeim kók og kex að éta. Sem fyrr mun Orkuveitan ekki gefa bjór og brenniví­n, enda hefur grí­ðarlega gott starf verið unnið í­ að draga úr slí­ku bruðli sí­ðustu ár. Það væri samt pí­nulí­tið fyndið að hella bjór í­ alla fornbí­lakarlana og bjalla svo í­ Geir Jón til að nappa þá alla fulla undir stýri við verslun Ingvars Helgasonar…

* * *

Las mér til mikillar ánægju að Andorra muni keppa í­ Júróví­sjón að ári. Við verðum þá ekki minnsta landið lengur! Aðrir nýliðar verða: Serbí­a-Svartfjallaland (eftir nokkurt hlé), Albaní­a, Hví­ta-Rússland og Georgí­a. Popp frá Georgí­u hlýtur að vera gott. Á það minnsta framleiða þeir prýðisgott rauðví­n.

* * *

íR í­ 32-liða úrslitum í­ bikarnum. Ekki auðveldasti drátturinn en gæti samt verið verra. Man eftir því­ þegar Ví­ðir Garði sló okkur út í­ fyrstu umferðinni um árið. Úff – það var niðurlægjandi…