Þrjótur ber af sér sakir

Þrjótur ber af sér sakir

Ofbeldismaðurinn Guðbjartur Jón Einarsson hefur sent frægasta og besta bloggaranum skeyti. Á stað þess að biðjast afsökunar á hrottaskap sí­num kýs hann að hreykja sér af ofbeldisverkinu. Bréfið er birt hér í­ heild sinni og mun eflaust verða notað sem mikilvægt sönnunargagn í­ sakamálinu sem stendur fyrir dyrum:

Eftir að hafa lesið skrif Stefáns þann 6. 6. þ.e. lýsinguna á meintri lí­kamsárás fann ég mig tilneyddann til að koma sannleikanum á framfæri.

Til að byrja með er það augljóst að ætlun Stefáns með þessari sögu sinni er að draga athyglina frá því­ sem í­ raun og veru gerðist, en það er er raunar búið að eiga þónokkurn aðdraganda. Þannig er mál með vexti að sí­ðastliðið ár hefur Stefán ekki náð sér á strik í­ markaskorun. Hefur hann oft kennt undirrituðum um það með því­ að sinna hlutverki sí­nu sem aftasti maður of vel lí­klegri skýringa er hins vegar að leita í­ slælegu lí­kamlegu atgervi Stefáns.. Hefur þetta lýst sér með vaxandi gremju Stefáns í­ minn garð, sem hefur stigmagnast með hverjum leiknum þar til nú að í­ umræddum leik að upp úr sauð og ofbeldishneigð Stefáns braust í­ gegn og hann sá sér leik á borði. Því­ nú er það almenn vitneskja að ég hef átt í­ þrálátum hnémeiðslum og hef farið í­ þónokkrar aðgerðir vegna þess, leik ég þess vegna með svo til gerðar hitahlí­far.

Strax í­ upphafi leiks var það augljóst að Stefán hafði ekki mætt í­ þennan tí­ma með það efst í­ huga að leika knattspyrnu, heldur að koma mér ótimabundið úr leik. Þannig að þegar sendingin sem ætluð var Stefáni kom í­ átt að markinu var hann staddur inní­ miðjum ví­tateig og var ætlun hans ekki að reyna að skora heldur ætlaði hann að fremja það ní­ðingsverk að endanlega að eyðileggja á mér hnéð og bækla mig til lí­fstí­ðar. Tókst honum ekki betur til en hann braut á sér tá eins og hann lýsti með mikilli sjálfsvorkunn í­ umræddum pistli.

Því­ er það að Stefán getur ekki kennt neinum um tábrot sitt nema dólgslegri hegðun sinni og kannski ónógri kalkneyslu í­ æsku. Þannig hótanir Stefáns um lögsókn hræðist ég ekki því­ ég trúi á réttlætið og þekki sannleikann. En hins vegar þykir mér sjálfsagt að verða við þeirri kröfu Stefáns um að reyna að brjóta á mér tánna með því­ skilyrði að hnéð á honum verði notað til verksins, þ.e.a.s. ef það er ekki jafnbrothætt og afgangurinn af honum.

Guðbjartur Jón Einarsson, húsasmiðurinn hægláti.