Bloggari dauðans fer yfir stöðu kvenna í stjórnmálum vítt og breitt um heiminn.
írmann er fjölfróður um alþjóðamál og heimssýn hans er ekki bundin við Vesturlönd eins og vill henda svo marga. Hann bendir á að auk Perú, séu konur forsætisráðherrar í þremur ríkjum: einu í Mið-Ameríku, einu í Afríku og einu í Eyjaálfu.
Ég þykist vita að Helen Clark sé fulltrúi Eyjaálfu á listanum og að afríski kvenforsætisráðherrann komi frá eyríkinu Sao Tome & Principe. En tvennt veldur mér heilabrotum:
i) Hver er konan frá Mið-Ameríku
og
ii) Hvers á Khaleda Zia frá Bangladesh að gjalda að komast ekki í upptalninguna?
Gaman væri ef írmann myndi svara þessum spurningum sem allra fyrst…