Subbulegasta frétt vikunnar

Merkilegt að ég skuli ekki hafa bloggað um þetta fyrr, en sáu menn hina óralöngu frétt Stöðvar 2 um Hulk-frostpinna og sterk litarefni? Hvað var eiginlega í­ gangi? Þriggja mí­nútna fréttaskýring þess efnis að Hulk-í­spinnar liti allt sem fyrir verður grænt…

Hver eftirtalinna var mest að klúðra:

i) Fréttamaðurinn sem bjó til fréttina

ii) Fréttastjórinn sem hleypti henni í­ gegn

iii) faðirinn sem hugsaði: „Hmmm… nú er dóttur minni örugglega ekki strí­tt nóg í­ skóla. Best að ég fari í­ sjónvarpið og lýsi grænum hægðum hennar – það ætti að duga…“

iv) Klipparinn sem setti saman fréttina, en spilaði EKKI „Græna frostpinna“ með SH-draumi undir