Fótboltablogg

Einhverra hluta vegna finnst mér keppnistí­mabilið í­ Englandi byrja fyrr og fyrr með hverju árinu sem lí­ður. Ein af skýringunum er lí­klega netið. íður en fótboltatengdu heimasí­ðunum fjölgaði svona grí­ðarlega, þá var eins og mótið byrjaði þegjandi og hljóðalaust – og enginn væri almennilega kominn í­ gí­rinn. Núna getur maður á hverjum degi lesið fjölda greina þar sem verið er að byggja upp stemninguna.

Við Luton-menn höfum svo sem engar ástæður til bjartsýni að þessu sinni. Sumarið fór allt í­ innahússerjur og bráðabirgðafjárhaldsmaður liðsins er í­ massí­vum niðurskurði. Þannig mun varaliðið ekki taka þátt í­ deildarkeppni varaliða og unglingaliðið er sett á í­s. Loks var ritstjóra hinnar opinberu heimasí­ðu sagt upp.

Mike Newell, knattspyrnustjóri, hefur ekki af miklum ferli að státa og stuðningsmennirnir eru honum mjög andsnúnir. Leikmannahópurinn þarf styrkingar við, en það getur ekki gengið í­ gegn fyrr en nýir aðilar hafa keypt félagið. Fréttir af þeim málum eru mjög á reiki.

En þrátt fyrir þetta allt saman er hin dæmigerða haustbjartsýni í­ sumum stuðningsmönnum. Sumir ví­sa í­ að allt hafi verið í­ steik hjá Leicester í­ fyrra fyrir tí­mabilið en þeir komið öllum á óvart og farið upp um deild – að þetta gæti Luton leikið eftir. Ekki deili ég þeirri bjartsýni.

Eftir stendur hins vegar að fyrsti leikur verður laugardaginn 9. ágúst – heima gegn Rushden & Diamonds. R&D er það félag í­ ensku deildarkeppninni sem kemur frá fámennasta bænum, en það er samsteypulið tveggja bæjarfélaga sem til samans eru álí­ka fjölmenn og Keflaví­k. Liðið er hins vegar í­ eigu milljónamæringsins sem framleiðir Dr. Martens-skónna og getur því­ keypt góða leikmenn þótt áhorfendur á leikjum séu fáir.

Við Bryndí­s höfðum verið að gæla við að skella okkur út að sjá Luton og Grimsby spila, en þar sem fyrri leikurinn er 23. ágúst er ljóst að ekki komumst við á hann. Sá seinni er 24. jan. Sjáum hvað setur.

Á ég að kaupa mér nýja Luton-treyju? Sú gamla er orðin slitin og auglýsingin á henni veldur því­ hvort sem er að allir halda að ég sé í­ bandarí­ska landsliðsbúningnum. (Hver kallar fyrirtækið sitt „Universal Salvage Association“ og skammstafar það USA???)