3:1 sigur á heimavelli gegn Rushden & Diamons. Tony Thorpe með tvö; Matthew Spring með eitt. (Fyrirsjáanlegir markaskorarar.) – Hver veit nema að það rætist úr þessu tímabili hjá Luton eftir allt saman.
Nafna mínum Hagalín er óskað til hamingju með 5:0 sigur QPR í fyrstu umferð og Björgvin Ingi og hinn Sheff. Wed. stuðningsmaðurinn mega vera sáttir við sína menn. Grimsby gerði jafntefli á útivelli, sem Bryndís getur varla kvartað yfir. – Núna gerum við alvöru úr því að stofna smáliðaklúbbinn.
Á Skotlandi unnu Hearts 2:0 sigur á Aberdeen. Marc de Vries, gamli Luton-maðurinn og Andy Kirk með mörkin. Hearts hefur styrkt sig frá því að þier lentu í þriðja sæti í fyrra, en eins og bent hefur verið á hafa öll lið sem hafnað hafa í þriðja sæti á eftir Rangers og Celtic floppað illilega árið eftir síðastliðin tíu ár. Sjáum samt hvað gerist…
íBV-Grindavíkur-leiknum frestað vegna veðurs. Treysti á Grindvíkinga að klára þetta í hádeginu á morgun. Einu sinni höfðu menn fyrir satt að Eyjamenn töpuðu alltaf fyrsta leik eftir Þjóðhátíð…