írið 1912 fékk franskur maður leyfi til jarðefnavinnslu hérlendis, nánar tiltekið til brennisteinsnáms. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann hét Hart Berg. Tilviljun? Ég held ekki…
* * *
Luton vann Yeovil 4:1 í fyrstu umferð deildarbikarsins í gær. Mjög er um það deilt á spjallsvæði stuðningsmannaklúbbsins hvaða andstæðinga menn vilja sjá í næstu umferð. Fólk skiptist í þrjá hópa:
i) Þá sem vilja West Ham, Sunderland eða eitthvað af hinum stóru liðunum sem verða í pottinum í næstu umferð. Hugsunin er sú að græða pening og komast jafnvel í sjónvarpið.
ii) Þá sem vilja heimaleik gegn smáliði, til að komast lengra í keppninni fá fleiri leiki og jafnvel möguleika á að mæta stóru úrvalsdeildarliði seinna meir.
iii) Þá sem vilja Watford, erkifjendur Luton-manna. Á fyrra slógum við þá út úr sömu keppni með glæsimarki frá Matthew Spring.
Þriðji hópurinn virðist stærstur, en þetta kemur allt saman í ljós á laugardaginn þegar dregið verður.
Jamm.