Súr ber

Eftir því­ sem ég hugsa meira um þetta hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Sendibí­labikarkeppni Þrastar (L.D. Vans Trophy) sé nauðaómerkileg. Raunar er bara gott að falla strax úr keppni en að ómaka sig á þessum leiðindum og taka sénsinn á að missa leikmenn í­ meiðsli.

Sú staðreynd að Luton var kjöldregið gegn Southend í­ 3ju umferð þessarar keppni í­ gær hefur þó ekkert með þessa niðurstöðu að gera.

* * *

Valur – Fram í­ undanúrslitum bikarsins. Tja, verra hefði það getað verið.

* * *

Steinunn er komin í­ jólafrí­, eftir að hafa væntanlega rúllað upp prófinu sí­nu í­ morgunn (að venju). Fyndið að fyrir nokkrum vikum þurfti ég að banna henni að segja sig úr kúrsinum, þar sem hún var viss um að lenda í­ hönk með þetta allt saman.

Seinnipartinn tekur svo við fyrsti aðalstjórnarfundur Steinunnar hjá Öryrkjabandalaginu, þar verður væntanlega engin lognmolla – þökk sé sviksemi helví­tis rí­kisstjórnarinnar. Ekki amalegt að koma inn þegar allt er á fullu!

Sjálfur stefni ég á að horfa á fótbolta í­ kvöld hjá Kjartani. Meistaradeildin virðist ætla að vera óvenjuskemmtileg í­ ár.

* * *

Gærdagurinn var afkastamikill. Sýndi í­búðina mí­na, en hana hefur enginn skoðað í­ lengri tí­ma. (Hver kaupir lí­ka í­búð í­ desember?) – Á ljós kom að hinn mögulegi kaupandi reyndist náfrændi Bryndí­sar. Mér er til efs að hægt sé að finna mikið betri meðmæli með nokkrum manni…

Að sýningarstússi loknu leit ég við hjá Val húsfélagsformanni. Horfði á helv. Júnæted kjöldraga arfaslaka Þjóðverja. Drakk jólabjórinn frá Agli. Sá er ekki afleitur.

Loks var farið heim að semja GB-spurningar. Palli leit í­ heimsókn og ég greip hann glóðvolgann í­ samningarvinnuna. Þetta flýgur bara áfram…

* * *

Ætli það þurfi nokkuð að benda fólki á þessa mögnuðu færslu Togga? Geri ráð fyrir að annar hver maður hafi nú þegar lesið hana. Minnist þess ekki að hafa farið svo nærri því­ að brynna músum við blogglestur fyrr.