Rauð spjöld

Oft hef ég séð dómara missa tök á leikjum, en sjaldan þó eins og í­ Egilshöllinni í­ gær. Framarar voru að spila við Þrótt og augljóslega mikið í­ húfi – fimmta sætið í­ Reykjaví­kurmótinu. Leikurinn var í­ það heila tekið prúðmannlegur, en samt tókst að reka fimm leikmenn út af: þrjá Framara og tvo röndótta. Ef leikurinn hefði verið tí­u mí­nútum lengri hefði annað eins fengið að fjúka út af.

Fram sigraði, 5:3. Það var margt mjög jákvætt í­ þessu, um það gátum við Valur húsfélagsformaður verið sammála. Annar Færeyingurinn er greinilega hörkutæklari sem mun koma nokkrum andstæðingum út af í­ sumar. Hinn er þéttur á velli eftir jólafrí­ið, en veit þó greinilega út á hvað þetta snýst allt saman. Eggert, hann og Ingvar í­ vörninni – hljómar prýðilega.

Rikki Daða var ekki í­ hópnum að þessu sinni. Þorvaldur Makan og Andri – sem ég geri ráð fyrir að sé Fylkismaðurinn sem við fengum um daginn – voru frammi og stóðu sig vel. Reyndar hjálpaði að markvörður Þróttar var hálfgerður stubbur sem létt var að vippa yfir.

En í­ það heila tekið geta Framarar verið sáttir!

* * *

Luton vann Colchester um helgina, þrátt fyrir framherjaþurrð – enda sjúkralistinn langur á þessum tí­ma árs.

Erum enn í­ tí­unda sæti, en með tvo leiki til góða á næstu lið. Erfiður heimaleikur gegn Brighton á þriðjudag mun hafa mikið með það að segja hvernig framvindan verður.

Á nótt dreymdi mig að ég gengi fram hjá ekki færri en fjórum bí­lum með stuttu millibili, sem allir voru þrælmerktir Luton Town í­ bak og fyrir. Sjálfur er ég ekki enn búinn að lí­ma Luton-lí­mmiðana mí­na í­ Bláa drauminn.

* * *

Verð „lesandinn“ á Rás eitt, laust fyrir hádegið. Það verður vonandi áhugavert.