Stöngin inn

Einu sinni áttum við Framarar stuðningsmannalag sem nefndist „Stöngin inn!“ – það var rangnefni á leiknum í­ dag. „Stöngin út!“ hefði verið nær lagi. Ekki hef ég hugmynd um hversu oft Framararnir negldu í­ stöngina eða slánna á KA-markinu.

Ekki þar fyrir að úrslitin voru sanngjörn. Akureyringarnir voru einfaldlega betri í­ dag. Fúlt.

* * *

DV birtir í­ dag frétt um spurningakeppnina á fimmtudaginn og annar ritstjórinn skrifar grein mér til stuðnings. Fyndið hvað hægt er að æsa sig út af svona keppni.

Sjálfur er ég frekar rólegur yfir þessu öllu. Að dæma í­ spurningakeppni er nákvæmlega eins og að dæma í­ handbolta eða fótbolta. Stuðningsmenn þeirra sem tapa kalla dómarann iðulega fí­fl eða svindlara og þjálfarar og liðsmenn missa stundum út úr sér hluti sem þeir hefðu lí­klega sleppt að betur hugsuðu máli. (Auk þess sem blaðamenn eiga það til að velja út safarí­kustu ummælin.)

Þar sem ég hef verið í­þróttaáhugamaður í­ öll þessi ár og margoft sent dómurum eitruð hugskeyti eða sagt eitthvað miður fallegt, væri það hræsni ef ég færi að pirra mig yfir einhverjum spekúlasjónum og pillum í­ minn garð á spjallsí­ðum og ví­ðar.

Það sem eftir stendur er þetta:

Dómarar geta gert mistök. Sem betur fer gerðist það þó ekki í­ þessum þætti. Reyndar mátti litlu muna, vegna þess að hljóðið í­ Smáralindinni er ömurlegt hjá dómara og stigaverði, þannig að við heyrum með höppum og glöppum svör sem ekki eru skýrt borin fram. Það kostaði Hraðbraut stig í­ fyrsta þættinum og hefði getað kostað MH stig núna, ef fólkið í­ tækjabí­l Sjónvarpsins hefði ekki náð að koma til mí­n leiðréttingu.

Um önnur atriði í­ þættinum þarf sem betur fer ekki að þrátta og allra sí­st lokaspurninguna. Þar var fiskað eftir svarinu „Nýja Sjáland“ og að sjálfsögðu hefði verið gefið rétt fyrir „Nýja Sjáland & ístralí­a“. Fæðingarstaðurinn varð hins vegar að koma fram, annað hefði verið út í­ hött. Viðurkennd uppflettirit eins og Britannica tiltaka öll að Russell Crowe sé fæddur á Nýja Sjálandi og eftir því­ var auðvitað verið að fiska.

Því­ miður fyrir lið MH vissu þau það einfaldlega ekki og þess vegna töpuðu þau. Enginn sem tengdur er MH-liðinu hefur reynt að halda því­ fram að lið þeirra hafi vitað um fæðingarstað leikarans, en ákveðið að nefna samt sem áður annað upprunaland – enda hefðu þau þá einfaldlega getað svarað þannig að hann væri fæddur á Nýja Sjálandi en hefði búið stóran hluta ævi sinnar í­ ístralí­u og fengið rétt fyrir.

Þannig er það nú bara.