Blaðamannaverðlaun

Jæja, þá er búið að úthluta fyrstu í­slensku blaðamannaverðlaununum. Dregur raunar verulega úr gildi þeirra að RÚV hafi ekki verið með. Ekki er nú fjölmiðlaheimurinn á Íslandi það stór að hann hafi verið mikið til skiptanna – en látum það gott heita.

En finnst engum öðrum það skringilegt en mér að Brynhildur Ólafsdóttir geti fengið verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku – út á að tala við mann á blaðamannafundi?

Nú er ég enginn fréttahaukur, en einhvern veginn hélt ég alltaf að rannsóknarblaðamennska fælist í­ að grafa upp upplýsingar. Þegar fréttirnar bárust frá Bandarí­kjunum á sí­num tí­ma, sá hver maður að um var að ræða skipulagðan leka frá bandarí­skum embættismönnum. Upplýsingarnar um vopnin um borð í­ þotunum voru útspil til að koma umræðunni á Íslandi í­ annan farveg.

Hefði ekki verið nær að gefa bandarí­ska embættismanninum „rannsóknarblaðamennskuverðlaunin“? – Nei, ég segi nú bara svona…