Biðröðin

Ég var langflottastur í­ biðröðinni fyrir utan Skí­funa áðan.

Vaknaði fyrir allar aldir. Ók að versluninni á Laugaveginum og sá að þar var enginn. Hugsaði að hér væri eitthvað skrí­tið á seyði og brunaði upp í­ vinnu til að grafast fyrir um hvar miðarnir væru seldir. Jújú, Skí­funni og byrjar kl. 9. Ég brunaði aftur til baka.

Tvær stelpur voru búnar að stofna biðröð. Geta tveir annars talist biðröð? Einn er í­ það minnsta ekki röð. Þær voru illa búnar og börmuðu sér snemma yfir kulda. Hvorug var eins séð og ég að taka með sér eldhúskoll. Sat eins og fí­nn matur á kollinum á meðan nágrannarnir í­ röðinni stóðu upp á endann eða settust í­ tyggjóklessurnar á gangstéttinni.

Enginn hinna hafði heldur vit á því­ að taka með sér lesefni, ef undan er skilinn strákurinn sem var að lesa fyrir próf. Þegar ég var búinn með Fréttablaðið leyfði ég nágrönnunum að gægjast í­ það. Það féll í­ kramið, enda leiðinlegt að bí­ða í­ biðröð. Las sjálfur bók eftir Charles MacLean um St. Kildu. Þar komu fram merkilegar upplýsingar um gamlar arfsagnir eyjaskeggja.

Helga Vala gekk upp Laugaveginn um áttaleytið. Sé á forsí­ðu DV að sví­ðingarnir á RÚV neita að ráða hana sem fréttamann af pólití­skum ástæðum. Þetta eru asnar, Guðjón!

Sé raunar framan á sama blaði að Hreinn Loftsson er með þingmanninn í­ maganum. Hahaha… Nýtt afl er örugglega að leita að frambjóðendum fyrir næstu kosningar.

Nema hvað – Skí­fan opnaði á slaginu ní­u. Besti bloggarinn er stoltur handhafi miða á Pixies. Þetta er yndislegur heimur!

* * *

Óvissuferð deildarinnar minnar innan Orkuveitunnar hefur verið frestað vegna flensufaraldurs og skí­taveðurs. Þeir sem vilja teyma okkur Steinunni á barinn mega viðra slí­kar hugmyndir á kommentakerfinu hér að neðan. Allar tillögur skoðaðar með opnum huga. Þó er vert að hafa í­ huga að 1. maí­ er í­ fyrramálið og þá er nú gott að fara snemma á fætur.

Munið: morgunkaffi herstöðvaandstæðinga, 11-13, Vesturgötu 7. – Kröfuganga á eftir.