Sjoppur, fótbolti og sjónvarpsgláp…

Vigdí­s mágkona leit í­ heimsókn í­ gær. Röltum svo öll þrjú upp á Leifsgötu, þar sem þau feðginin eru að taka í­ gegn í­búð. Vigdí­s verður sem sagt nágranni okkar innan tí­ðar og þá væntanlega tí­ður gestur á Mánagötunni.

Alveg er skipulagið á þessum gömlu í­búðum lygilegt. Baðherbergin – eða öllu heldur skáparnir með klósettinu, sturtunni og vatnshananum – eru örsmá, sömuleiðis eru eldhúsin þröng en alltaf skulu stofurnar vera rúmgóðar.

Þetta verður hins vegar sallafí­n í­búð þegar framkvæmdum lýkur.

* * *

Eftir heimsóknina datt ég niður í­ sjónvarpsgláp – Michael Collins á Skjá einum. Það er eitthvað við þessa mynd sem farið hefur í­ taugarnar á mér – fyrir utan að vera ef ekki kolröng, þá í­ það minnsta afar hæpin í­ veigamiklum sögulegum atriðum. Sennilega er það einkum þessi sí­fellda réttlæting á ofbeldi og hryðjuverkum – eins og að sjálfstæðisbarátta íra hafi einungis snúist um aftökur á lögreglumönnum og uppljóstrurum.

Þegar Björn Ingi Hrafnsson, núverandi Framsóknarmaður, var kynningarstjóri hjá Sambí­óunum gaf hann mér einhverju sinni Michael Collins-bol. Þeirri flí­k hef ég ekki klæðst oft.

* * *

Á kvöld er matarboð hjá Óla og hans belgí­sku ektakvinnu (hverrar nafn verður ekki reynt að stafsetja hér). Sí­ðast þegar við hittumst öll, voru FRAMararnir nýbúnir að bjarga sér frá falli og ég gat um fátt annað talað en fótbolta fram eftir kvöldi. (Veit ekki hversu mikinn áhuga meginlandsbúar hafa á framvindu mála í­ Landsbankadeildinni.) Vona að ég geti haft hugann af leikjum kvöldsins rétt meðan á matnum stendur. KA, Keflaví­k og Ví­kingur eru öll að spila. Tvö fyrrnefndu liðin funheit eftir bikarsigra. ífram Fylkir og Skaginn!

* * *

Sjoppukeppnin heldur áfram. Fjallakaffi sigraði Drangsnessjoppuna 8:3. Seinni tvær viðureignirnar í­ dreifaraflokknum teljast því­ hafnar. Þær eru:

Varmahlí­ð gegn Staðarskála
&
Ví­kurskáli gegn Borgarnesi

ífram heldur keppnin í­ þéttbýlisflokknum. Þar er staðan:

Hamraborg, ísafirði 4 : Draumurinn 7
&
Skaraskúr 5 : Hallinn 9

Jamm.