Mont

Gaman, gaman, gaman!

Kertafleytingin í­ gær tókst frábærlega og mætingin var ótrúleg. Morgunblaðið birtir eins og svo oft áður ekki fréttatilkynninguna um aðgerðina, en í­ seinni tí­ð hefur blaðið birt ljósmyndir eftir á, það er svo sem ekki skrí­tið þar sem þetta er mjög myndræn aðgerð og gleymst hefur að útskýra fyrir ljósmyndurunum að friðarsinnar séu kommúnistar.

Fyrr um kvöldið unnu FRAMarar frægan sigur á Grindaví­k. Erum komnir upp úr fallsæti og það fyrir miðjan ágúst! Grindví­kingar og KA-menn mætast hins vegar í­ næstu umferð, þannig að væntanlega þurfum við sigur í­ írbænum á sunnudaginn til að dragast ekki aftur niður í­ fallbaráttuna.

Nærri 1.400 manns voru á leiknum, sem er frábært – þúsund fleiri en á sí­ðasta heimaleik… Góður rómur var gerður að FRAMfærslunni, sem er meira að segja vitnað til á aðalfótboltavefnum.

Ef ekki hefði komið til leikurinn og kertafleytingin, hefði ég væntanlega farið ásamt Stebba Hagalí­n að horfa á Watford:QPR. Sá leikur fór reyndar á versta veg. Swindon:Luton í­ kvöld og mikilvægir leikir í­ 3ju deildinni. Það er allt að gerast!