Gaman, gaman, gaman!
Kertafleytingin í gær tókst frábærlega og mætingin var ótrúleg. Morgunblaðið birtir eins og svo oft áður ekki fréttatilkynninguna um aðgerðina, en í seinni tíð hefur blaðið birt ljósmyndir eftir á, það er svo sem ekki skrítið þar sem þetta er mjög myndræn aðgerð og gleymst hefur að útskýra fyrir ljósmyndurunum að friðarsinnar séu kommúnistar.
Fyrr um kvöldið unnu FRAMarar frægan sigur á Grindavík. Erum komnir upp úr fallsæti og það fyrir miðjan ágúst! Grindvíkingar og KA-menn mætast hins vegar í næstu umferð, þannig að væntanlega þurfum við sigur í írbænum á sunnudaginn til að dragast ekki aftur niður í fallbaráttuna.
Nærri 1.400 manns voru á leiknum, sem er frábært – þúsund fleiri en á síðasta heimaleik… Góður rómur var gerður að FRAMfærslunni, sem er meira að segja vitnað til á aðalfótboltavefnum.
Ef ekki hefði komið til leikurinn og kertafleytingin, hefði ég væntanlega farið ásamt Stebba Hagalín að horfa á Watford:QPR. Sá leikur fór reyndar á versta veg. Swindon:Luton í kvöld og mikilvægir leikir í 3ju deildinni. Það er allt að gerast!