Sverrir kemur með góða ábendingu í athugasemdakerfinu mínu við síðustu færslu:
Ertu ekki annars að rugla saman tveimur persónum? „Villimaðurinn frá Borneó“ kemur fyrir í einhverjum sígildum bókmenntum en „uhyret fra Tasmanien“ er persóna í Andrésblöðunum (alveg kafloðin).
Þetta er hárrétt. Nema að mig grunar að villimaðurinn frá Borneó hafi líka verið vel hærður.
Því er blásið til skoðanakönnunar, þar sem hægt er að svara í athugasemdakerfinu mínu:
Besti og frægasti bloggarinn hefur ekki rakað sig í viku. Fyrir vikið lítur hann út eins og…
i) …uhyret fra Tasmanien
ii) …villimaðurinn frá Borneó
iii) …annað (og þá hvað?)
Jamm.