Asíuboltinn

Jæja eftir leiki gærdagsins er staða mála nokkuð farin að skýrast.

Á fyrsta riðli eru íran og Jórdaní­a jöfn, en þar sem íran á heimaleik gegn Laos í­ lokaumferðinni og fimm mörkum betri markatölu er liðið nánast öruggt áfram.

Á öðrum riðli er Úzbekistan komið áfram og Japan úr þriðja riðli.

Kuwait er með pálmann í­ höndunum í­ fjórða riðli. Liðið hefur jafn mörg stig og Kí­na, en tveimur mörkum betri markatölu og heimaleik gegn afleitu liði Malasí­u í­ lokaumferðinni.

Á fimmta riðli er Norður-Kórea búin að tryggja sér efsta sætið, eins og fram hefur komið.

Bahrain dugir stig á heimavelli gegn slöku liði Tajikistan í­ sjötta riðli til að komast áfram á kostnað Sýrlendinga. Sama gildir um Suður-Kóreu sem á heimaleik gegn Maldí­ves-eyjum í­ sjöunda riðli. Lí­banon sæti þá eftir.

Sádi Arabí­a hefur sigrað í­ áttunda riðli.

Verða Úzbekar spútniklið Así­ukeppninnar í­ ár? Það telja margir.