Nú er handboltinn að byrja. Sælt er sameiginlegt skipbrot.
Að þessu sinni verðum við væntanlega slegin í gólfið strax í fyrsta leik, í stað þess að leyfa okkur að vinna Azoreyjar og Bangladesh í fyrstu leikjunum áður en napur veruleikinn blasir við.
Það er samt alltaf gaman þegar stórmótin í handboltanum standa yfir. Þjóðin fyllist ofurbjartsýni og þegar líður á stappa menn í sig stálinu – að það sé ekki allt búið enn: við þurfum BARA að vinna Svía eða Rússa…
Ég held með Róbert á línunni. Hann lék með FRAM.