Skrítin jarðgangafrétt

Skringileg frétt í­ Fréttablaðinu í­ morgun, merkt „ssal“. Þar segir frá vangaveltum Færeyinga um að grafa jarðgöng milli Straumeyjar og Sandeyjar, sem yrði engin smáræðisframkvæmd: tólf kí­lómetra löng.

Þegar við Steinunn fórum til Færeyja á sí­num tí­ma, slepptum við Sandey og Suðurey – það bí­ður næstu ferðar og ekki yrði verra að geta ekið á fyrrnefnda staðinn.

En það er tvennt sem er skringilegt við fréttina:

i) Á fyrsta lagi er étin upp tuggan (sem t.d. Egill Helgason hefur margoft haldið fram) um að jarðgangagerð hafi rústað fjárhag Færeyinga. Nú geta menn haft hvaða skoðun sem er á arðsemi jarðganga og því­ hvort Færeyingar hefðu átt að grafa þessi göng – en jarðgangagerð þessi var EKKI greidd úr landsjóði Færeyja heldur Danmerkur. Það er því­ ekki um það að ræða að Færeyingar hafi safnað skuldum með þessum framkvæmdum eða eytt í­ þær peningum sem ella hefðu legið á lausu. Á þetta hefur margoft verið bent, en samt gengur þessi mýta alltaf aftur.

ii) Hitt atriðið er lí­ka sérkennilegt, en það varðar kostnað við framkvæmdirnar. Á greininni stendur að þessi tólf kí­lómetra göng muni kosta 60 milljarða í­slenskra króna. Sí­ðar í­ fréttinni er getið um að Vestmannaeyjagöng yrðu 18-20 kí­lómetrar og „kostnaðurinn 16 til 30 milljarðar eftir því­ hver reiknar“.
Hér hlýtur lesandinn að spyrja sig: hvers vegna kosta umtalsvert styttri göng í­ Færeyjum 2-3 sinnum meira en Vestmannaeyjagöng? Hlýtur ekki önnur talan að vera röng? Gaman væri að lesa meira um þetta mál.