Bóklestur

Ég les sárasjaldan skáldsögur. Kláraði kannski minn skammt í­ gaggó og menntó? Á seinni tí­ð les ég einkum rit tengd sagnfræðinni – það er eiginlega nógur skammtur fyrir mig.

Jújú, ég les nokkra reyfara á ári – kannski svona 5-6 stk. Það telst varla með. Og svo eru ákveðnir höfundar sem ég les alltaf, t.d. Einar Kárason. Á meðalári les ég samt varla nema svona 4 skáldsögur sem ekki eru reyfarar.

Kannski nokkur breyting verði á núna í­ feðraorlofinu. Það er svo passlegt að láta stelpuna sofa á vömbinni og lesa á meðan. Kláraði „Aulabandalagið“, sem ég hef lengi ætlað að lesa. Er núna að renna aftur í­ gegnum „Breakfast of Champions“ eftir Vonnegut. Hann er einn af uppáhalds erlendu höfundunum mí­num ásamt John Irving.

# # # # # # # # # # # # #

Spurningakeppnin á Talstöðinni kl. 14 á morgun, miðvikudag. Gaman verður að sjá hverjum Ólafur Bjarni teflir fram gegn mér.