Kúbein

Ég er í­ skralli.

Klukkan ní­u í­ morgun hófst ég handa við að undirbúa Mánagötuna fyrir komu Eirí­ks smiðs, sem setur upp eldhúsinnréttinguna og svefnherbergisskápana frá Axis. Eftir að hann mætti og við vorum búnir að endurraða efninu og taka ákvarðanir um 2-3 vafamál, vatt ég mér í­ að pilla niður gömlu skápana með kúbeini, skrúfjárni sög og dverghamri.

Skáparnir voru lí­tið vandamál og ég dútlaði við þetta – hélt að ég þyrfti að drepa tí­mann. Þá kom að seinni hluta verksins – að rí­fa niður veggina umhverfis fatahengið á ganginum, sem nú á að verða hluti af nýju skápasamstæðunni. Þessir veggir hélt ég að væru úr léttum krossviðsplötum eða eitthvað álí­ka. Onei, sú var ekki raunin.

Helví­tis skáphliðarnar reyndust jafnrammgerðar og skáparnir í­ eldhúsinu sem voru að drepa mig fyrr í­ sumar. Þetta er forskalað með rí­gnegldu ví­rneti að framan og aftan umhverfis þrefalt timburlag og með góðri múrhúð. Ég barði á þessu frá 10 um morguninn til að ganga fimm þegar pabbi slóst í­ hópinn. Um sjöleytið mátti verkinu heita lokið. Held að sí­malí­nan inn í­ svefnherbergið hafi verið meðal þess sem varð undan að láta. Netmál heimilisins verða því­ tekin til endurskoðunar.

Rosalega bölvaði ég múraranum eða smiðnum sem gekk svona frá innviðum hússins fyrir rúmum 65 árum. Ætli fólk muni ekki í­ framtí­ðinni senda álí­ka kaldar kveðjur þeim smiðum sem frí­ka út með nýju og fí­nu naglabyssurnar sí­nar og skjóta 100 nöglum þar sem 10 ættu að duga?

# # # # # # # # # # # # #

Lesa Norðfirðingar þessa sí­ðu? Ég er jú einu sinni tengdasonur bæjarins…

Ef svo er, væri ágætt að vita hvort Rauða torgið sé með Sky eða hvort í­slensku stöðvarnar séu látnar duga – er ekki sýnt talsvert af fótbolta þarna ennþá, það var amk fyrst eftir að staðurinn opnaði.