Framfaramálið íslenska

Var fundarstjóri í­ hádeginu á stórskemmtilegum fyrirlestri Haraldar Bernharðssonar, þar sem hann velti því­ fyrir sér hvað væru framfarir og hvað afturför í­ þróun tungumála. Þar færði hann fyrir því­ rök að það væri mikið framfaraskref ef fólk myndi almennt fara að tala um hendi í­ staðinn fyrir hönd, ég vill í­ staðinn fyrir ég vil og mér hlakkar til.

Þetta rökstuddi hann með svo yfirveguðum og sannfærandi hætti að enginn fundargesta gat hreyft andmælum. Svona eiga fyrirlestrar að vera!

# # # # # # # # # # # # #

íðan var mér boðin vinna sem veislustjóri hjá fyrirtæki úti í­ bæ. Til þessa hef ég bara látið plata mig út í­ veislustjórn hjá félagasamtökum sem ég er sjálfur meðlimur í­ og fengið í­ mesta lagi frí­tt að éta og/eða drekka. Ég er svo sem ekkert sérstaklega spenntur fyrir því­ að fara út í­ atvinnuveislustjórnun, þó hún gefi ví­st ágætlega í­ aðra hönd. Afþakkaði því­ tilboðið, enda var ég hvort sem er ekki laus umrætt kvöld.

# # # # # # # # # # # # #

Fótbolti í­ kvöld í­ KR-heimilinu. Kemur þá í­ ljós hvort ég er orðinn fullfrí­skur í­ löppinni eftir að varmennið Kolbeinn Proppé sparkaði í­ mig á föstudaginn. Var haltur alla helgina. Á slí­kum stundum vorkennir maður knattspyrnufólkinu sem fær spörk og pústra, en er kælt niður með kuldaspreyi og látið halda áfram að djöflast út leikinn. Og til að bæta gráu oná svart skal það ekki bregðast að einhver vitleysingurinn á áhorfendabekkjunum hlakkar yfir óförunum eða brigslar viðkomandi um leikaraskap.