Íslensk stjórnmál útskýrð fyrir útlendingi:
Útlendingur: Hver er þessi náungi sem er alltaf verið að tala við í öllum spjallþáttum núna?
Heimamaður: Hann er kaupsýslumaður sem hefur átt í erjum við háttsetta stjórnmálamenn. Hann var að láta gefa út um sig bók, þar sem látið er að því liggja hann hafi reynt að skipta um ríkisstjórn í landinu, því það gagnaðist hans viðskiptahagsmunum.
Útlendingur: Það er ekkert annað! Þetta hljómar nú bara eins og í Rússlandi. Á hvaða rekstri er þessi viðskiptamógúll? Er hann í olíuiðnaði? Á hann stóra banka? Eða er hann kannski skipakóngur?
Heimamaður: Uhh… nei, hann rak bíó.
Útlendingur: Ha? Bíó?
Heimamaður: Já, á Íslandi eru engir olíufurstar. Við eigum hins vegar áhrifamikla poppkornsbaróna.