Á vor átti ég að halda fyrirlestur í tengslum við afmæli Leonardó-áætlunarinnar. Hann var blásinn af og raunar mestöll dagskráin þegar enginn lét sjá sig aðrir en fyrirlesarar. Það er eins og mig minni að ég hafi ekki einu sinni fengið borgað fyrir umstangið.
Jón Gunnar á Vísindavefnum frétti af þessum fyrirlestri og hefur í marga mánuði nauðað í mér að semja svar fyrir Vísindavefinn, við einhverjum af fjölda spurninga sem þeim hefur borist um Leonardó frá Vinci. Nú hef ég loksins látið undan kvabbinu.
# # # # # # # # # # # # #
Það er auðvelt að detta niður í þessa lesningu. mér finnst merkilegt að fjögur af hverjum fimm smábörnum heiti tvínefnu en einungis fimmtungur heiti einu nafni. Reyndar spyr fólk sífellt að því hvort Ólína heiti ekki einhverju öðru nafni, það er eins og menn gefi sér að krakkar beri tvö nöfn.
Stefáns-nafnið er eitthvað að láta undan síga, en er þó enn í hópi algengustu karlmannsnafna. Steinunnar-nafnið virðist hins vegar á hröðu undanhaldi. Best að fara að búa sig undir þá tíma þegar allir ráðherrarnir í ríkisstjórninni heita Aron Atli og Birta Líf.
# # # # # # # # # # # # #
Hræðilega var Liverpool-leikurinn í gær leiðinlegur. Hvílík hörmung!