Fínn maður í íþróttabuxum

Sit eins og fí­nn maður í­ joggingbuxum, eins og ég væri markvörðurinn Kiraly, heima hjá mér á miðjum degi. Fyrsti dagur í­ feðraorlofi og ég einn í­ kotinu með barnið. Steinunn vaknaði fyrir allar aldir til að mæta á stjórnarfund í­ Öryrkjabandalaginu. Mér er til efs að það hafi gerst oftar en 5-6 sinnum á þessum fjórum árum okkar að ég hafi sofið lengur frameftir á virkum degi. (Flensur og sjálfskaparveikindi undanskilin.)

Seinnipartinn liggur leiðin m.a. í­ VíS að fá stærri barnabí­lstól. Þá væri heldur ekki úr vegi að lí­ta við hjá Gí­sla ísgeirssyni að innheimta verðlaunin fyrir spurningakeppnina hans á dögunum. Samt finnst mér ég hálfkjánalegur að taka við verðlaunum fyrir keppnina hans, þar sem ég gaf honum ekkert fyrir sigurinn í­ minni keppni.

Nú liggur beint við að verðlaun í­ bókmenntaspurningakeppni hljóta að vera bók – en hver eru viðeigandi verðlaun í­ spurningakeppni um orkumál? Rúmmetri af heitu vatni?

# # # # # # # # # # # # #

Talandi um spurningakeppni. Fréttablaðið ljóstrar því­ upp í­ dag að ég sé meðal þátttakenda í­ nýju spurningakeppninni á Stöð 2. Ég hafði ekki þorað að blogga neitt um málið, enda miklar kröfur um leynd af hálfu framleiðenda.

Það var Logi sem bað mig um að taka þátt í­ þessari keppni og ég var ekki í­ neinni aðstöðu til að neita, enda reddaði Logi okkur á sí­num tí­ma fyrir spurningaþáttinn Spark þar sem hann mætti snemma á sunnudagsmorgni með hálftí­ma fyrirvara. Sá þáttur verður reyndar sendur út næsta föstudagskvöld og er hin mesta skemmtun.

Held ég tjái mig þó ekki meira um þessa Stöðvar 2-keppni að sinni. Mætti á undirbúningsfund fyrr í­ vikunni og get vottað að þarna verður enginn hörgull á spurninganjörðum af öllum aldri.