Efstu mennirnir tveir í Skrípókóngskeppninni hafa báðir sent inn svör sín. Úrslit verða tilkynnt síðar í dag, en fram að því geta gestir og gangandi spreytt sig á spurningunum fimm sem þeir fengu að glíma við. Spurt var um fimm bækur:
i) Á bókinni kemur við sögu persónan Frískur forstjóri, sem reynist áður hafa starfað sem fílatemjari.
ii) Á bókinni brýst út harður bardagi og segir í texta við myndina: „Þetta var dapurlegur viðburður í sögu xxx. En við verðum að hafa hann með, sagnfræðinnar vegna.“ Nokkrum myndarömmum síðar springur sprengja.
iii) Á bókinni kemur við sögu herra Viðar, sem er timburkaupmaður. Ein persóna bókarinnar syndir í ógáti yfir Ermasund.
iv) Á bókinni sést hljómsveit spila sem minnir talsvert á húshljómsveitina í Prúðuleikurunum. Bókin hefst á veisluhöldum en endar á blómatínslu.
v) Á bókinni kynnir ráðamaður í Hrappahreppi sér fyrirkomulag menntamála í margvegadeild Hamrasigðaskóla.