Jólasveinafár

Á bloggheimum rí­kir mikill æsingur yfir því­ að DV hafi slegið því­ upp á forsí­ðu að jólasveinninn sé ekki til. – Spurning hvort hér sé á ferðinni angi af deilum DV og ístþórs Magnússonar, samanber jólasveinabúninginn fræga sem hann í­klæddist um árið?

Sjálfur held ég að jólasveinatrúin – eða öllu heldur skipbrot hennar – hljóti að skipta miklu í­ þroskaferli hvers barns.

Börn fer yfirleitt snemma að gruna að jólasveinninn sé ekki til. Þessi uppgötvun gerist sjaldnast í­ einni sviphendingu, heldur er hún ferli þar sem börnin leita sannana, t.d. með því­ að reyna að vaka eftir sveinka, rykkja í­ skeggið á jólasveininum á jólatrésskemmtuninni o.s.frv. Ég og Sigtryggur æskufélagi minn urðum til dæmis mjög roggnir þegar okkur tókst að koma með afdráttarlausa sönnun fyrir blekkingarleiknum: við mættum nefnilega hvor á sitt jólaballið og á báðum stöðum var Hurðaskellir að troða upp á sama tí­ma (og þeir voru afar ólí­kir í­ útliti).

Að afsanna jólasveinin er því­ holl hugarleikfimi.

Ein helsta ástæða þess að börn trúa þó þetta lengi á jólasveinin er sú staðreynd að foreldrarnir bakka upp lygina. Börn trúa foreldrum sí­num og eru því­ til í­ að horfa framhjá ví­sbendingum um hið gagnstæða. Það er því­ mikil opinberun þegar barnið kemst með eigin rökhugsun að þeirri niðurstöðu að foreldrarnir hafi logið að því­.

Oftar en ekki svara börnin fyrir sig með því­ að ljúga á móti. Þau sjá í­ gegnum sveinka-sögurnar, en þykjast trúa til að fá gotterí­ og leikföng. Hverjum manni er nauðsynlegt að kunna að skrökva lí­tillega í­ lí­finu og jólasveinalygin er því­ frábær æfing.

Þannig stuðlar jólasveinninn að heilbrigðum lygavef sem öll fjölskyldan getur sameinast um.