Nú liggur illa á Stefáni. Ekki aðeins er síðasti dagur feðraorlofsins að renna upp (reyndar tek ég sjötta og síðasta mánuðinn í júní), heldur vorum við í kvöld sviknir um fótboltann í KR-heimilinu. ístæðan var hnitmót!
Það eru alltaf mikil vonbrigði þegar fótboltinn fellur niður. Urr!
# # # # # # # # # # # # #
Á dag fékk Friðarhús að gjöf hurð í hjólastólabreidd fyrir annað salernið. Þar með hyllir undir að mikilvægum áfanga verði náð í framkvæmdum við húsnæðið. Það er gleðiefni.
Næst er að huga að því að koma upp bókasafninu. Margir góðir félagar eiga í sínum fórum bækur og blöð um friðar- og afvopnunarmál. Vonandi verða sem flestir til í að gefa þær til safnsins eða lána.
# # # # # # # # # # # # #
Ein af hreyfingunum í stúdentapólitíkinni sóttist eftir að koma í kennslustund hjá okkur Sverri á morgun. Ég benti á að slíkt væri ekki til vinsælda fallið. Við hnikuðum nefnilega til tímanum, þannig að hann rekst ekki nema að litlu leyti á við handboltalandsleikinn gegn Króötum. Líklega hefðu nemendur haft litla þolinmæði til að sitja undir frambjóðendum til stúdentaráðs, vitandi að þau ræðuhöld myndu einungis lengja tímann og takmarka handboltagláp. Kosningasmalinn féllst á þessi rök mín og strikaði okkur af heimsóknalistanum.
# # # # # # # # # # # # #
Flottur sigur Luton á útivelli gegn Uglunum í kvöld – raunar fyrsti útisigur okkar í fjóra mánuði!
Félagar mínir úr hópi Sheff. Wed.-stuðningsmanna eru varla kátir, enda liðið í vondum málum við botninn. Við erum á hinn bóginn enn í baráttunni um sæti í umspili – þótt vissulega sé bilið nokkuð breitt. Heimasigur gegn Hull á laugardaginn myndi miklu breyta.
Á miðnætti lokast líka félagaskiptaglugginn. Ekki er útlit fyrir að við kaupum neinn eða seljum. Aðalmálið er að halda Mike Newell. Leicester reyndi að fá að ræða við hann um stjórastöðuna. Spurning hvað Derby gerir núna?