Skopmyndirnar

alfur.jpgEinar Örn er að mestu búinn að skrifa pistilinn sem ég ætlaði að skrifa.

Hann á, eins og ég, bágt með að skilja í­ Agli Helgasyni sem skorar á fólk að birta sem allra flestar skopmyndir af Múhameð spámanni – því­ það sé eina leiðin til að takast á við óðu múslimana sem nú gagnrýna Jótlandspóstinn.

Nú þyrfti þetta sjónarmið vissulega ekki að koma á óvart frá Vantrúarseggjum sem hafa þá hugsjón að berja á trúarbrögðum og storka þeim á ýmsa lund. Fyrir slí­ka guðleysingja hljóta skopmyndirnar að teljast dyggð og ritstjórarnir hetjur.

En Egill Helgason hefur til þessa gagnrýnt Vantrúarmenn harðlega fyrir ónærgætni í­ garð Kristinna. Hann birtir reglulega pistla sem eru efnislega á þessa leið:

„Afi minn og amma voru gott fólk. Þau trúðu á guð og kenndu mér marga góða hluti. Mér þótti vænt um ömmu og afa. En þótt amma og afi hafi verið góðar og réttsýnar manneskjur, þá hefðu þau örugglega ekki kunnað að meta hommabrúðkaup. Þess vegna eiga menn að fara að öllu með gát og helst bí­ða með breytingar þar til gamla fólkið er dáið – og ekki bögga biskupinn.“ 

Nú er það þekkt staðreynd að trúarbrögðin Íslam eru afar afdráttarlaus í­ því­ að ekki má gera myndir af spámanninum eða drottni. Augljóslega falla skopmyndir enn sí­ður í­ kramið.

Slí­k viðkvæmni hefur auðvitað lí­tið að segja fyrir yfirlýsta andstæðinga trúarbragða – en í­ mí­num kolli gengur það ekki upp að sami maður og kveinkar sér undan virðingarleysi trúleysingja við guðstrú afa og ömmu, heimti nú að fylgjendum annarra trúarbragða sé storkað með þessum hætti.

Annars þarf nú ekki að leita til annarra landa eftir dæmum um trúmenn sem reiðst hafa vegna teiknimynda. Man ekki betur en að sjálfur biskup Íslands hafi orðið ævareiður þegar Spölur, eignarhaldsfélag Hvalfjarðarganganna, kynnti til sögunnar teiknimyndafí­gúruna Staupastein – sem var álfur eða smátröll. Þetta kallaði biskup átök milli kristni og heiðni og krafðist þess að öll merki um teiknimyndaálfinn yrðu fjarlægð. Gott ef hann vildi ekki að stjórnendur Spalar bæðust afsökunar á þessu guðlasti sí­nu.