Luton lá heima á laugardaginn og má þá heita ljóst að við endum í miðjumoði. Kannski ekki slæmt fyrir nýliða í deildinni, en ergilegt engu að síður eftir góða byrjun.
Á Skotlandi eru hins vegar áhugaverðir hlutir á seyði. Leikið var í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar um helgina, þar sem Rangers tapaði 3:0 en Celtic féll úr keppni í síðustu umferð. Hvað ætli fara þurfi langt aftur til að finna fjórðungsúrslit í skoska bikarnum án beggja þessarra liða?
Edinborgarliðin Heart og Hibs eru bæði komin áfram í keppninni, en hinum sex leikjunum lyktaði öllum með jafntefli. fjórar þessara viðureigna eru innbyrðisleikir neðrideildarliða en í hinum tveimur náðu neðrideildarlið jafntefli á útivelli gegn liðum úr efstu deild og eiga því heimaleik til góða. Ég verð illa svikinn ef bikarinn fer ekki til Edinborgar í ár – vonandi þá til Hearts, en Hibs hefur ekki unnið bikar í meira en 100 ár.