Unglingavinnan

11840.jpgAfi heitinn rifjaði stundum upp þegar hann vann sem verkstjóri yfir unglingahópi í­ bæjarvinnunni. Hópurinn hafði það óskemmtilega verkefni að dreifa skarna yfir stórt svæði, til að búa það undir gróðursetningu. Svæðið var nánast allt í­ brekku, þannig að fyrir utan lyktina var það bölvað puð að ýta hjólbörum upp urðina eða bera áburðinn í­ stórum fötum.

Til að létta lund hópsins reyndi afi að gera úr þessu keppni. Útbúnar voru „hlaupabrautir“ þar sem brunað var með hjólbörurnar í­ kapp við klukkuna og samviskusamlega skráð niður hversu lengi tók að dreifa úr hverju bí­lhlassi og reynt að „slá metið“.

Jafnframt reyndi afi að tala kjark í­ hópinn með því­ að halda fagrar ræður um hversu fagurt svæðið yrði á að lí­ta eftir nokkur ár. Þá gætu ungmennin litið yfir skóglendið, farið í­ lautarferðir og hugsað: „Þetta gerði ég!“

írið eftir var plantað í­ svæðið, en rétt um það leyti sem fyrstu hrí­slurnar voru farnar að vaxa upp úr jörðinni var öllu rutt í­ burt, lagður vegur og byggð hús. (Ég held að svæðið hafi verið í­ írtúnsbrekkunni, þar sem Miklabrautin fer um.) – Þetta átti gamli maðurinn erfitt með að fyrirgefa. Lí­klega fannst honum bærinn hafa haft sig að fí­fli með því­ að láta hann plata unglingana.

Þessi saga kom upp í­ hugann um daginn. Reykjaví­kurborg hefur tilkynnt að skipulagt verði grí­ðarstórt hesthúsahverfi, með húsum fyrir mörgþúsund bykkjur, skeiðvelli, reiðhöll og tilheyrandi. Þessu er svo fundinn staður á svæði sem unglingavinnan hefur í­ mörg ár unnið að því­ að græða upp með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn.

Svo eru menn hissa á að unglingavinnan sé talin ein helsta menntastofnun þjóðarinnar í­ slæmu vinnusiðferði?

# # # # # # # # # # # # #

En talandi um borgina og skipulagsmál hennar. Við FRAMarar fylgjumst spenntir með yfirvofandi lóðaúthlutunum Reykjaví­kur í­Â  nýja Úlfarsfellshverfinu. írmann, sem er eitt helsta gúrúið í­ nafngiftum gatna í­ höfuðborginni, er í­ essinu sí­nu þarna. Götuheitin í­ þessum fyrsta áfanga eru samsett úr nöfnum ásynja annars vegar en viðskeytinu -brunnur hins vegar. Gefjunarbrunnur er svalt nafn á götu. Spurning hvort menn séu samt ekki aðeins að missa sig með því­ að kalla aðaltorgið og fyrirhugaðan samkomustað hverfisbúa „Jarðartorg“. Það er stórt nafn fyrir lí­tið torg.

Vonandi verður unnið meira með norrænu goðafræðina í­ öðrum hlutum hverfisins og jafnvel farið í­ fornsögurnar. Þetta er mun flottara þema en kristni-þemað á Grafarholtinu.

En aftur að þessu nýja Úlfarsfellshverfi, þá lí­tur það mjög vel út teikningunum og virðist mun skemmtilegar hannað en nýju hverfin í­ Kópavogi og Hafnarfirði svo dæmi sé tekið. Það verður ekki dónalegt fyrir FRAM að fá að þjóna tuttuguþúsund manna byggð, þegar Úlfarsfellið og Grafarholtið verða fullbyggð. Framtí­ðin er björt og blá.