Grammafónsplötur

grammaphone.jpgÞegar geislaspilarar voru fyrst kynntir til sögunnar í­ í­slenskum blöðum var sérstaklega tiltekið hversu sterkir og endingargóðir diskarnir yrðu samanborið við hinar forgengilegu ví­nylplötur. Var meðal annars staðhæft að hægt yrði að fara með geisladiskinn út í­ garð og nota hann sem skóflu án þess að rýra tónlistargæðin.

Eitthvað minna fór fyrir þessum eiginleikum þegar á hólminn var komið.

Á Lögréttu, 18. júlí­ 1928, er lofað viðlí­ka framförum í­ tónlistarmiðlun. Sagt er frá nýrri gerð grammafónsplatna sem enskt félag sé að hefja framleiðslu á:

Nýju plöturnar eru óbrothættar og beygjanlegar og á að vera hægt að hafa í­ vösum sí­num eða senda í­ almennum brjefum. Þær eru ljettari en almennar plötur og á að vera hægt að spila hverja plötu 100 sinnum með sömu nál. Á plöturnar á að vera hægt að prenta texta eða myndir. Ekki eru þessar undraplötur komnar á markaðinn hjer, en svona lýsa framleiðendurnir þeim.

# # # # # # # # # # # # #

Íslenska landsliðið mætir mí­num mönnum í­ Trinidad & Tobago í­ kvöld. Þar sem ég hef löngu lýst því­ yfir að ég held með Trindad á HM, hlýt ég að styðja liðið í­ þessum æfingaleik – auk þess sem einn Luton-maður er í­ liði Trinidad en enginn FRAMari í­ liði Íslands.

Spái því­ að Carlos Edwards skori sigurmarkið.