Á leiðinni heim úr vinnunni í dag ætlaði ég að taka bensín. ín þess að hugsa sérstaklega út í það renndi ég inn á planið hjá Orkunni við Miklubraut. Ég hef ekki skipt við Orkuna í meira en fimm ár.
ístæðan fyrir þessu „viðskiptabanni“ er sú að fyrirtækið stóð fyrir auglýsingaherferð sem gekk út á að „stríðið væri byrjað“ með myndum af herjeppum og flennistórri mynd af frelsisstyttunni með bensíndælu í stað kyndils. Þetta var á sama tíma og Bandaríkin voru að hefja stríðið í Afganistan.
Engin auglýsingaherferð fyrr og síðar hefur vakið hjá mér jafnmikinn viðbjóð og þessi smekkleysa. Ég gat ekki fengið mig til að versla við fyrirtækið og veit um aðra sem hugsuðu eins.
En í dag stóð ég skyndilega við bensínsjálfsalann og bjó mig undir að dæla. En þá greip vélin til sinna ráða. Hún þóttist ekki geta lesið debetkortið mitt og vísaði mér á bug. Það er ljóst að leiðir olíufélagsins og mín eiga ekki að liggja saman.
# # # # # # # # # # # # #
Mínir menn sigruðu Ísland í kvöld – en mikið svakalega var þetta dapur leikur. Eitthvað þarf T&T að styrkja vörnina ef takast á að vinna fræga sigra á HM í sumar.
# # # # # # # # # # # # #
Jarðvinnuverktakinn virðist hafa lokið störfum á lóð Minjasafnsins, amk. í bili. Steini málari, einn öflugasti framkvæmdamaðurinn í Orkuveitunni riggaði upp bráðabirgðabrú inn á safnið, sem ætti að duga okkur í bili – eða þar til kemur að því að slá upp fyrir sökklinum næst safnhúsinu.
Vonandi fara bráðum að birtast smiðir með mótatimbur. Það er voðalega lítið varið svona húsbyggingar fyrr en búið er að steypa botnplötuna.
# # # # # # # # # # # # #
Á síðustu dögum er Ólína búin að læra að geifla sig og gretta. Það var sterkur leikur hjá henni að tileinka sér þá tækni á meðan hún er ennþá tannlaus að kalla. Það gefur kost á mögnuðum svipbrigðum.